„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 10:00 Kristaps Porzingis fékk stóran skurð á ennið en kann að höndla slíkt eins og þjálfari hans Jo Mazzulla talaði um eftir leik. Samsett/Getty Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira