Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 09:31 Vignir Vatnar Stefánsson stefnir hátt og verður sigurinn á Carlsen ekki minni hvatning á þeirri vegferð. Vísir/Ívar Ungur íslenskur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, skalf meðan hann hafði betur gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen á skákmóti í fyrrakvöld. Við tekur mikið flakk milli skákmóta um álfuna. „Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Skák Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
„Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Skák Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira