Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Andrésar andar leikarnir fara fram þrátt fyrir erfiðan skíðavetur. Vísir/Vilhelm Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum. Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira