Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 10:46 Vignir Vatnar í skýjunum með sigurinn á norska skáksnillingnum. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og lagði Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara í skák, í gærkvöldi. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Carlsen eftir að hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Stressið var mikið þótt sigurinn hafi verið öruggur. „Já ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“ segir Vignir eðlilega í skýjunum. Ekki amalegt að vera með 100 prósent vinningshlutfall gegn Carlsen. Um er að ræða skákmótið Titled Tuesday á netinu sem haldið er á hverjum þriðjudegi. Peningaverðlaun eru í boði og sterkustu skákmenn heimsins eru á meðal þátttakenda að sögn Vignis. „Þetta var helvíti sérstök skák,“ segir Vignir. Hann hafi teflt byrjun sem sé ekki endilega vænleg til árangurs og hafi ekki skilað honum sérstakri stöðu. „Síðan yfirspila ég hann og vinn peð af honum og næ að halda dampi og pressa hann þangað til að hann verður að gefa biskupinn sinn. Eftirleikurinn var auðveldur nema það að ég var orðinn helvíti stressaður! Ég var að streyma þessu og vildi alls ekki fara missa þetta niður og klúðra þessu fyrir framan áhorfendur.“ Hvort tapið leggist á sálina hjá Carlsen er óvíst enda vann hann mótið. Vann tíu skákir af ellefu. Eina tapið gegn íslenska stórmeistaranum. „Ég lenti í algjöru spennufalli eftir sigurinn þannig að ég tapaði næstu tveimur skákum. Ég endaði í 50. sæti en mín besta frammistaða í þessu móti er 10. sæti,“ segir Vignir. Hann segist ekki fyrsti Íslendingurinn til að hafa betur gegn Carlsen en sá fyrsti síðan sá norski komst í fullorðinna manna tölu. „Ég veit það hafa einhverjir unnið hann frá Íslandi á netinu, kannski tveir til þrír. Það var þegar hann var mjög ungur, kannski 12 til 14 ára. En það hefur enginn unnið hann eftir að hann varð besti skákmaður heims sem er frá 2011 til dagsins í dag,“ segir Vignir. Hann segist vera í miklum gír og lýsir stöðunni á sér sem frábærri. „Ég hef aldrei verið að tefla svona vel og bíð spenntur eftir komandi mótum.“ Fram undan er mót í Svíþjóð eftir fimm daga. „Síðan mun ég fara í sumarreisu eins og ég gerði á síðasta ári þar sem ég tefli út um allan heim og bý bókstaflega i ferðatösku. Við sjáum hvernig gengur eftir sumarið en ég stefni mjög fljótt á að verða meðal 100 bestu í heiminum.“ Vignir heldur úti skákskóla á vefsíðu sinni vignirvatnar.is sem hann segir að gangi stórkostlega. „Áhuginn er mikill á skák á Íslandi og það er fátt sem gerir mig meira hamingjusaman en að heyra og sjá hvað fólk er að bæta sig með að nota síðuna, á hvaða aldri sem er. En sérstaklega okkar efnilegasta fólk sem er að leggja skáklistina fyrir sig. Síðan höfum við verið að halda skákmót líka sem hafa gengið frábærlega.“ Vignir Vatnar er á meðal sautján stórmeistara sem Íslendingar hafa átt. Friðrik Ólafsson heitinn var sá fyrsti árið 1958 og Vignir Vatnar er sá nýjasti, síðan 2023. Fimm stórmeistarar fengu úthlutað ellefu mánaða styrk úr afrekssjóði í ferbúar, Vignir Vatnar þar á meðal. Þeir fengu ellefu mánuðum úthlutað en styrkur hvers mánaðar er upp á 490 þúsund. „Ég get ekki lifað á því einu og sér eins og staðan er í dag en þetta hjálpar mér mikið og gerir mér kleift að tefla um heiminn og halda skák arfleifð Íslands áfram sem er heldur betur risastór!“ Skák Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
„Já ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“ segir Vignir eðlilega í skýjunum. Ekki amalegt að vera með 100 prósent vinningshlutfall gegn Carlsen. Um er að ræða skákmótið Titled Tuesday á netinu sem haldið er á hverjum þriðjudegi. Peningaverðlaun eru í boði og sterkustu skákmenn heimsins eru á meðal þátttakenda að sögn Vignis. „Þetta var helvíti sérstök skák,“ segir Vignir. Hann hafi teflt byrjun sem sé ekki endilega vænleg til árangurs og hafi ekki skilað honum sérstakri stöðu. „Síðan yfirspila ég hann og vinn peð af honum og næ að halda dampi og pressa hann þangað til að hann verður að gefa biskupinn sinn. Eftirleikurinn var auðveldur nema það að ég var orðinn helvíti stressaður! Ég var að streyma þessu og vildi alls ekki fara missa þetta niður og klúðra þessu fyrir framan áhorfendur.“ Hvort tapið leggist á sálina hjá Carlsen er óvíst enda vann hann mótið. Vann tíu skákir af ellefu. Eina tapið gegn íslenska stórmeistaranum. „Ég lenti í algjöru spennufalli eftir sigurinn þannig að ég tapaði næstu tveimur skákum. Ég endaði í 50. sæti en mín besta frammistaða í þessu móti er 10. sæti,“ segir Vignir. Hann segist ekki fyrsti Íslendingurinn til að hafa betur gegn Carlsen en sá fyrsti síðan sá norski komst í fullorðinna manna tölu. „Ég veit það hafa einhverjir unnið hann frá Íslandi á netinu, kannski tveir til þrír. Það var þegar hann var mjög ungur, kannski 12 til 14 ára. En það hefur enginn unnið hann eftir að hann varð besti skákmaður heims sem er frá 2011 til dagsins í dag,“ segir Vignir. Hann segist vera í miklum gír og lýsir stöðunni á sér sem frábærri. „Ég hef aldrei verið að tefla svona vel og bíð spenntur eftir komandi mótum.“ Fram undan er mót í Svíþjóð eftir fimm daga. „Síðan mun ég fara í sumarreisu eins og ég gerði á síðasta ári þar sem ég tefli út um allan heim og bý bókstaflega i ferðatösku. Við sjáum hvernig gengur eftir sumarið en ég stefni mjög fljótt á að verða meðal 100 bestu í heiminum.“ Vignir heldur úti skákskóla á vefsíðu sinni vignirvatnar.is sem hann segir að gangi stórkostlega. „Áhuginn er mikill á skák á Íslandi og það er fátt sem gerir mig meira hamingjusaman en að heyra og sjá hvað fólk er að bæta sig með að nota síðuna, á hvaða aldri sem er. En sérstaklega okkar efnilegasta fólk sem er að leggja skáklistina fyrir sig. Síðan höfum við verið að halda skákmót líka sem hafa gengið frábærlega.“ Vignir Vatnar er á meðal sautján stórmeistara sem Íslendingar hafa átt. Friðrik Ólafsson heitinn var sá fyrsti árið 1958 og Vignir Vatnar er sá nýjasti, síðan 2023. Fimm stórmeistarar fengu úthlutað ellefu mánaða styrk úr afrekssjóði í ferbúar, Vignir Vatnar þar á meðal. Þeir fengu ellefu mánuðum úthlutað en styrkur hvers mánaðar er upp á 490 þúsund. „Ég get ekki lifað á því einu og sér eins og staðan er í dag en þetta hjálpar mér mikið og gerir mér kleift að tefla um heiminn og halda skák arfleifð Íslands áfram sem er heldur betur risastór!“
Skák Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira