Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2025 22:11 Airbus A319-þota EasyJet hefur sig til flugs frá Akureyrarflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin var fjallað um Akureyrarflugvöll. Rifjað var upp að við vígslu flugvallarins með 1.000 metra braut fyrir sjötíu árum hafi þáverandi ráðamenn flugmála haft skýra framtíðarsýn. Markmiðið væri að lengja flugbrautina í 2.000 metra. Flugvöllurinn ætti þannig ekki bara að vera lítill innanlandsvöllur. Brautin er núna 2.400 metra löng. Breska flugfélagið EasyJet hefur í vetur verið með allt að fjögur flug á viku, tvö frá London og tvö frá Manchester. Hollenska félagið Transavia hefur verið með tvö flug á viku frá Amsterdam og svissneska félagið Edelweiss með eitt flug á viku frá Zurich. Jafnframt hefur leiguflug aukist. Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri er kát með þann árangur sem náðst hefur í fjölgun flugferða milli Akureyrar og annarra landa.Egill Aðalsteinsson Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri segir millilandaflugið fyrst hafa komist á skrið árið 2017. Transavia hafi bæst við árið 2019, svo hafi Niceair komið, síðan Edelweiss og EasyJet. „Og EasyJet er að vaxa. Þannig að þetta er bara stórkostleg þróun,“ segir Hjördís. Aukning millilandaflugsins skýrir verulega fjölgun farþega um Akureyri en meðan 27 þúsund manns flugu um Reykjavík í síðasta mánuði flugu 23 þúsund manns um Akureyrarflugvöll, 20 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Flugfélagsvélin milli Reykjavíkur og Akureyrar er enn kjarninn í starfsemi Akureyrarflugvallar. Af nærri 58 þúsund farþegum, sem fóru um völlinn fyrstu þrjá mánuði ársins, voru 68 prósent að ferðast innanlands. 32 prósent voru millilandafarþegar.Egill Aðalsteinsson Tveir þriðju hlutar farþeganna um Akureyri í marsmánuði voru þó í innanlandsfluginu. Þar er flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar sú langfjölmennasta. „Hún heldur sér alltaf mjög vel. Það er alltaf mikið að gera í innanlandsfluginu og bara mjög góðar tölur hjá okkur,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri. „Menn héldu eftir covid að allir myndu vera á fjarfundum og annað þvíumlíkt. En við erum ekki að finna fyrir því. Það er bara mikil traffík og mikið að gera,“ segir Ari. Millilandaflugið nýtist einnig Íslendingum. Boeing 737-þota Transavia við nýju alþjóðaflugstöðina á Akureyri síðastliðið sumar.KMU „Norðlendingar eru mjög duglegir að nýta sér millilandaflugið. Leiguflugin eru náttúrlega bara mest Íslendingar að fara út,“ segir Hjördís. Hún áætlar að um 150 manns starfi núna hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Hann er því orðinn stór vinnustaður. „Við sjáum líka bara jákvæðni út í flugvöllinn. Norðlendingar vilja hag flugvallarins sem mestan og vilja bara að hann vaxi og dafni.“ -Það eru engar raddir á Akureyri um að flugvöllurinn skuli víkja? „Nei,“ svarar Hjördís og hlær. „Hann verður hér.“ Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri.Egill Aðalsteinsson „Hann náttúrlega skiptir mjög miklu máli. Hann skiptir bæði máli, eins og allir eru að berjast fyrir í dag, vilja fá beint flug frá Akureyri. Ég skil það vel. En innanlandsflugið skiptir ekki minna máli fyrir þá sem eru að nota það. Þannig að í heildina þá skiptir þessi flugvöllur mjög miklu máli fyrir Akureyri,“ segir stöðvarstjóri Icelandair í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Þessi þáttur Flugþjóðarinnar, sem frumsýndur var á Stöð 2 í kvöld, fjallar um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Ferðaþjónusta Ferðalög Samgöngur Byggðamál Akureyri Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Norðurþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32 Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin var fjallað um Akureyrarflugvöll. Rifjað var upp að við vígslu flugvallarins með 1.000 metra braut fyrir sjötíu árum hafi þáverandi ráðamenn flugmála haft skýra framtíðarsýn. Markmiðið væri að lengja flugbrautina í 2.000 metra. Flugvöllurinn ætti þannig ekki bara að vera lítill innanlandsvöllur. Brautin er núna 2.400 metra löng. Breska flugfélagið EasyJet hefur í vetur verið með allt að fjögur flug á viku, tvö frá London og tvö frá Manchester. Hollenska félagið Transavia hefur verið með tvö flug á viku frá Amsterdam og svissneska félagið Edelweiss með eitt flug á viku frá Zurich. Jafnframt hefur leiguflug aukist. Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri er kát með þann árangur sem náðst hefur í fjölgun flugferða milli Akureyrar og annarra landa.Egill Aðalsteinsson Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri segir millilandaflugið fyrst hafa komist á skrið árið 2017. Transavia hafi bæst við árið 2019, svo hafi Niceair komið, síðan Edelweiss og EasyJet. „Og EasyJet er að vaxa. Þannig að þetta er bara stórkostleg þróun,“ segir Hjördís. Aukning millilandaflugsins skýrir verulega fjölgun farþega um Akureyri en meðan 27 þúsund manns flugu um Reykjavík í síðasta mánuði flugu 23 þúsund manns um Akureyrarflugvöll, 20 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Flugfélagsvélin milli Reykjavíkur og Akureyrar er enn kjarninn í starfsemi Akureyrarflugvallar. Af nærri 58 þúsund farþegum, sem fóru um völlinn fyrstu þrjá mánuði ársins, voru 68 prósent að ferðast innanlands. 32 prósent voru millilandafarþegar.Egill Aðalsteinsson Tveir þriðju hlutar farþeganna um Akureyri í marsmánuði voru þó í innanlandsfluginu. Þar er flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar sú langfjölmennasta. „Hún heldur sér alltaf mjög vel. Það er alltaf mikið að gera í innanlandsfluginu og bara mjög góðar tölur hjá okkur,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri. „Menn héldu eftir covid að allir myndu vera á fjarfundum og annað þvíumlíkt. En við erum ekki að finna fyrir því. Það er bara mikil traffík og mikið að gera,“ segir Ari. Millilandaflugið nýtist einnig Íslendingum. Boeing 737-þota Transavia við nýju alþjóðaflugstöðina á Akureyri síðastliðið sumar.KMU „Norðlendingar eru mjög duglegir að nýta sér millilandaflugið. Leiguflugin eru náttúrlega bara mest Íslendingar að fara út,“ segir Hjördís. Hún áætlar að um 150 manns starfi núna hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Hann er því orðinn stór vinnustaður. „Við sjáum líka bara jákvæðni út í flugvöllinn. Norðlendingar vilja hag flugvallarins sem mestan og vilja bara að hann vaxi og dafni.“ -Það eru engar raddir á Akureyri um að flugvöllurinn skuli víkja? „Nei,“ svarar Hjördís og hlær. „Hann verður hér.“ Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri.Egill Aðalsteinsson „Hann náttúrlega skiptir mjög miklu máli. Hann skiptir bæði máli, eins og allir eru að berjast fyrir í dag, vilja fá beint flug frá Akureyri. Ég skil það vel. En innanlandsflugið skiptir ekki minna máli fyrir þá sem eru að nota það. Þannig að í heildina þá skiptir þessi flugvöllur mjög miklu máli fyrir Akureyri,“ segir stöðvarstjóri Icelandair í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Þessi þáttur Flugþjóðarinnar, sem frumsýndur var á Stöð 2 í kvöld, fjallar um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Ferðaþjónusta Ferðalög Samgöngur Byggðamál Akureyri Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Norðurþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32 Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32
Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31