Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2025 12:00 Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum íbúða í nýjum fjölbýlishúsum takist að tryggja rétt sinn þegar upp koma lekavandræði. Fjöldi dæma er um lekavandræði í nýlegum fjölbýlishúsum. Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að verið væri að gera við fjölbýlishús í Vogabyggð í Reykjavík vegna lekavandamála. Húsið er einungis sex ára gamalt, var byggt árið 2019. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri tilvik lekavandræða í nýlegum fjölbýlishúsum og dæmi um að húsfélög stefni byggingaraðilum vegna galla. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum takist að tryggja rétt sinn í slíkum tilvikum. Algengt sé að slík mál leysist. „Jafnvel með aðkomu lögmanna, að það sé fundinn einhver flötur á þessu. Það getur verið að starfsábyrgð, tryggingar hönnuðar eða byggingarstjóra eigi við og það greiðist úr þeim en þetta getur verið svolítill fasi sem kaupendur þurfa að fara í gegnum ef það eru gallar í nýbyggingum þá þarf að láta meta það og kaupandinn getur þurft að leita réttar síns og það getur jafnvel endað fyrir dómstólum.“ Hildur segir að kaupendur íbúða í glænýjum fjölbýlishúsum eigi að geta gengið út frá því að allt sé í lagi í húsunum. Enginn gallaþröskuldur gildi þegar keypt sé íbúð í nýbyggingu. „Þannig að kaupandinn hann á rétt á því að fá afslátt af kaupverðinu eða skaðabætur ef það er galli í nýbyggingu. Þannig hann á ríkari rétt en þegar kaupandinn er að kaupa notaða fasteign. Það er alltaf eitthvað um það að það sé leitað til Húseigendafélagsins vegna galla í nýbyggingu og hefur verið undanfarin ár, þannig við höfum kannski ekki merkt aukningu en auðvitað er það þannig að fólk gerir ráð fyrir því að það sé allt í lagi þegar verið er að kaupa nýtt hús, sem er svo ekki alltaf raunin.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að verið væri að gera við fjölbýlishús í Vogabyggð í Reykjavík vegna lekavandamála. Húsið er einungis sex ára gamalt, var byggt árið 2019. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri tilvik lekavandræða í nýlegum fjölbýlishúsum og dæmi um að húsfélög stefni byggingaraðilum vegna galla. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum takist að tryggja rétt sinn í slíkum tilvikum. Algengt sé að slík mál leysist. „Jafnvel með aðkomu lögmanna, að það sé fundinn einhver flötur á þessu. Það getur verið að starfsábyrgð, tryggingar hönnuðar eða byggingarstjóra eigi við og það greiðist úr þeim en þetta getur verið svolítill fasi sem kaupendur þurfa að fara í gegnum ef það eru gallar í nýbyggingum þá þarf að láta meta það og kaupandinn getur þurft að leita réttar síns og það getur jafnvel endað fyrir dómstólum.“ Hildur segir að kaupendur íbúða í glænýjum fjölbýlishúsum eigi að geta gengið út frá því að allt sé í lagi í húsunum. Enginn gallaþröskuldur gildi þegar keypt sé íbúð í nýbyggingu. „Þannig að kaupandinn hann á rétt á því að fá afslátt af kaupverðinu eða skaðabætur ef það er galli í nýbyggingu. Þannig hann á ríkari rétt en þegar kaupandinn er að kaupa notaða fasteign. Það er alltaf eitthvað um það að það sé leitað til Húseigendafélagsins vegna galla í nýbyggingu og hefur verið undanfarin ár, þannig við höfum kannski ekki merkt aukningu en auðvitað er það þannig að fólk gerir ráð fyrir því að það sé allt í lagi þegar verið er að kaupa nýtt hús, sem er svo ekki alltaf raunin.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira