Innlent

Falla frá gjaldskrárhækkunum og á­rásir á tímum vopna­hlés

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Úkraínuforseti segir Rússa hafa gert fjölda árása frá því svokallað páskavopnahlé hófst, en Vladimír Pútín tilkynnti um það í gær. Sérfræðingur í alþjóðamálum segir vopnahléið engu skipta, og furðar sig á framgöngu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar heyrum við einnig frá bæjarstjóra Kópavogs, sem hyggst falla frá áformum um brattar gjaldskrárhækkanir á sumarnámskeiðum eftir samtöl við foreldra. 

Þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að nýr barnamálaráðherra skoð af alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði, en þær hugmyndir höfðu áður verið slegnar út af borðinu. 

Við heyrum brot úr fyrstu páskapredikun nýs biskups, tökum stöðuna á kaffistofu Samhjálpar þar sem fjöldi fólks kemur í páskamat í dag, og segjum frá stórsigri Hauka í Bónusdeild kvenna í gær.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×