Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun