Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun