Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 11:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador. „Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi. Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
„Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi.
Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira