Handbolti

Stur­laður Viggó tryggði Erlangen stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson ætlar að gera hvað hann getur til að halda Erlangen í deild þeirra bestu.
Viggó Kristjánsson ætlar að gera hvað hann getur til að halda Erlangen í deild þeirra bestu. VÍSIR/VILHELM

Viggó Kristjánsson átti hreint út sagt magnað leik þegar Erlangen gerði 26-26 jafntefli við Eisenach á útivelli í efstu deild þýska handboltans.

Viggó var lang-langmarkahæstur á vellinum með 14 mörk ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Ótrúlegur leikur hjá íslenska landsliðsmanninum.

Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk þegar Leipzig tapaði með tveggja marka mun gegn Flensburg, lokatölur 31-33. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.

Erlangen er áfram í fallsæti, nú með 10 stig líkt og Bietigheim sem er sæti ofar. Leipzig er svo í 14. sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×