Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 11:02 Í stað þess að fá boltann í lappairnar og inn í hlaupin sín þá voru Real Madrid mennirnir Kylian Mbappe og Vinicius Junior að glíma við eintómar fyrirgjafir allan leikinn. Getty/Angel Martinez Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni í fótbolta eftir tap í báðum leikjunum á móti Arsenal. Sá fyrri tapaðist 3-0 í London og sá seinni 2-1 á Bernabeu í Madrid í gærkvöldi. Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira