Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 11:02 Í stað þess að fá boltann í lappairnar og inn í hlaupin sín þá voru Real Madrid mennirnir Kylian Mbappe og Vinicius Junior að glíma við eintómar fyrirgjafir allan leikinn. Getty/Angel Martinez Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni í fótbolta eftir tap í báðum leikjunum á móti Arsenal. Sá fyrri tapaðist 3-0 í London og sá seinni 2-1 á Bernabeu í Madrid í gærkvöldi. Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira