Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 11:02 Í stað þess að fá boltann í lappairnar og inn í hlaupin sín þá voru Real Madrid mennirnir Kylian Mbappe og Vinicius Junior að glíma við eintómar fyrirgjafir allan leikinn. Getty/Angel Martinez Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni í fótbolta eftir tap í báðum leikjunum á móti Arsenal. Sá fyrri tapaðist 3-0 í London og sá seinni 2-1 á Bernabeu í Madrid í gærkvöldi. Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira