„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:42 Opnunartími sundlauga Reykjavíkur lengist í sumar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur. Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira