Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Albert Björn Lúðvígsson lögmaður. Vísir/Bjarni Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt. Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira