Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar 16. apríl 2025 19:01 Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun