Lífið

100 á­hrifa­mestu ein­staklingar í heimi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Snoop Dogg, Demi Moore og Donald Trump eru meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims ársins 2025.
Snoop Dogg, Demi Moore og Donald Trump eru meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims ársins 2025. Getty

Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. 

Listinn er fjölbreyttur og skiptist í sex flokka, þar sem má finna leiðtoga, frumkvöðla, íþróttafólk, listamenn og fræga einstaklinga sem hafa haft umtalsverð áhrif eða veitt öðrum innblástur á síðastliðnu ári. 

Á forsíðum Time eru fimm áhrifamestu einstaklingarnir sem prýða blaðið eru: Demi Moore, leikkona og framleiðandi, Snoop Dogg, tónlistarmaður, Serena Williams, fyrrum tennisleikkona og frumkvöðull, Ed Sheeran, tónlistarmaður og lagasmiður, og Demis Hassabis, meðstofnandi og forstjóri Google DeepMind.

Á listanum má meðal annars sjá Simone Biles, Scarlett Johansson, Serena Williams, Kristen Bell, Blake Lively, Nikki Glaser, Donald Trump, Elon Musk, Mark Zuckerberg, J.D. Vance, Tedros Adhanom Ghebreyesus, Snoop Dogg, Ed Sheeran, Kristen Wiig, Léon Marchand og Muhammad Yunus.

Donald Trump er á listanum í sjöunda sinn, en einnig snúa aftur á listann Elon Musk, nú í sjötta sinn, og Mark Zuckerberg í fimmta skipti.

Þá er yngsti einstaklingurinn á listanum Léon Marchand, 22 ára, sundmaður og Ólympíufari, og sá elsti er Muhammad Yunus, ráðgjafi frá Bangladesh, 84 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.