„Holan var of djúp“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:50 Rúnar Ingi hefur lokið leik í vetur og er ansi svekktur yfir því að liðið hafi kastað frá sér heimavallarréttindum í fyrsta leik Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. „Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
„Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira