Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 23:32 Luka er vinsæll. Joshua Gateley/Getty Images Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira