Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:30 Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun