„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:46 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur og er búinn að koma liði sínu áfram í undanúrslitin. Vísir/Diego Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira