Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 08:32 Guðmundur Benediktsson ræddi vítaspyrnudóminn við þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í Stúkunni i gær. S2 Sport Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan. Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki