Evrópskir leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa á miðborg Súmí í Úkraínu í gærmorgun þar sem á fjórða tug almennra borga lést. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir koma til greina að efla stuðning við Úkraínu með því að senda þangað fleiri borgaralega sérfræðinga.
Við verðum í beinni frá opnunarhófi barokk-hátíðar í Hörpu og í íþróttunum verðum við í Smáranum, þar sem Grindavík getur í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslit Bónus-deildar karla í æsispennandi leik gegn bikarmeisturum Vals.
Í Íslandi í dag hittum við Harald Örn Ólafsson, pólfara og Everestfara, sem var að opna klifurbraut í Esjunni.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.