Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 18:00 Max Verstappen hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. EPA-EFE/ALI HAIDER Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár. Akstursíþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár.
Akstursíþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira