Skipar starfshóp um dvalarleyfi Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:03 Þorbjörg Sigríður ætlar að taka til hendinni hvað dvalarleyfi varðar. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira