„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ögmundur Kristinsson lék níu leiki í Bestu deildinni í fyrra, eftir komuna heim frá Grikklandi, en hefur glímt við meiðsli í aðdraganda þessa tímabils. vísir/Diego Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast. Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira