Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar 13. apríl 2025 18:03 Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda. Grasrótarstarf í áratugi með aðkomu rafiðnaðarmanna — vegferð á háskólastig Fyrstu námskeiðin undir nafni Kvikmyndaskóla Íslands voru haldin haustið 1992 í húsakynnum MÍR félagsins að Vatnsstíg 10. Nemendur voru 23 og kennarar og fyrirlesarar 17, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Á árabilinu 1992 til 2000 voru haldin margvísleg námskeið á vegum skólans sem flest höfðu það að markmiði að undirbúa ungmenni til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum. Árið 2000 var tekin ákvörðun um að efla rekstur Kvikmyndaskóla Íslands og að fella starfsemi hans að hinu almenna skólakerfi í landinu. Í samvinnu við fjölda sérfræðinga var hafist handa við hönnun nýrrar námskrár. Fyrsta námskrá skólans var síðan send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðla árs 2002. Haustið 2003 veitti Tómas Ingi Olrich, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, skólanum svo formlega viðurkenningu ráðuneytisins á tveggja ára námsbraut í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi. Með því var stigið fyrsta skrefið í því að Kvikmyndaskóli Íslands yrði viðurkenndur og formlegur skóli í íslensku menntakerfi. Áfram var unnið að þróun námskrár og haustið 2004 var kynnt að þrjár nýjar brautir væru í undirbúningi og árið 2005 var svo lögð inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytis námskrá að þremur nýjum brautum við skólann. Þar var mörkuð sú stefna að bjóða upp á nám á sérhæfðum sviðum eins og tíðkast við flesta af betri kvikmyndaskólanum erlendis. Tveimur árum síðar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, Kvikmyndaskólanum viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum eftir margvíslegt þróunarstarf. Árið 2009 framlengdi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðurkenningu á fjórum brautum skólans. Kvikmyndaskólinn hefur allt frá upphafi starfað í nánum tengslum við hagsmunasamtök kvikmyndagerðarmanna og við starfandi framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar. Unnin hafa verið margvísleg verkefni í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. . Árið 2000 keyptu samtök rafiðnaðarmanna 50% hlut í skólanum og markmiðið var að fella það að þeirra skólakerfi sem var mjög öflugt á þeim tíma. Vegna áfalla sem rafiðnaðarmenn urðu fyrir í sínum rekstri, sem varð til þess að þeir lokuðu eða lögðu niður alla sína skóla nema einn, þá var rekstur Kvikmyndaskólans endurskipulagður. Skólinn hefur útskrifað á sjötta hundrað nemenda af ýmsum námskeiðum skólans. Útskrifaðir nemendur starfa nú víðs vegar í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði og hafa haft þar margvísleg áhrif. Mikill hreyfanleiki hefur einkennt starfsmenn skólans enda er það í eðli rekstrarins. Stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur eru starfandi kvikmyndagerðarmenn sem taka tímabundið að sér störf við skólann á milli verkefna. Á meðal þeirra sem gegnt hafa skólameistarastöðu í skólanum eru: Guðmundur Bjartmarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ásdís Thoroddsen, Hilmar Oddsson, Sigrún Sigurðardóttir ,Friðrik Þór Friðriksson, Börkur Gunnarsson og núverandi skólameistari Hlín Jóhannesdóttir. Árið 2008 var ákveðið að taka þá stefnu að færa skólastarf Kvikmyndaskóla Íslands á háskólastig og var kennsluskrá skólans löguð að því skólastigi. Jafnframt var hafinn undirbúningur að stofnun alþjóðlegrar deildar við skólann. Árið 2012 var skólinn tekinn inn sem fullgildur meðlimur inn í Cilect, alþjóðasamtök kvikmyndaháskóla. Frá árinu 2021 hefur öll kennsla í Kvikmyndaskóla Íslands farið fram á háskólastig en þó hefur viðurkenning verið á 4 stigi framhaldsskóla. Það ná á að vera hægt að meta til háskólaeininga en hefur reynst í framkvæmd erfitt og flókið. Samhliða lagði KVÍ inn umsókn um yfirfærslu á háskólastig á fræðasviði lista. Skipuð var alþjóðleg úttektarnefnd á vegum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og lauk hún störfum og skilaði af sér vandaðri skýrslu sem kom ágætlega út varðandi námið og leiðbeiningar hvað mætti betur fara. Þegar þessi vinna í sambandi við yfirfærslu á háskólastig lenti skólinn skyndilega á milli ráðuneyta. Lög segja að ef sambærilegt nám sem er á framhaldsskólastigi er að finna á háskólastigi þá falli réttur nemanda til námslána niður. Þegar Listaháskólinn hóf kennslu í kvikmyndagerð þá féll réttur nemenda til námslána niður. Þetta er viðurkenning bæði Menntamálastofnunar, og ráðuneyta á að nám KVÍ er á háskólastigi en ekki með rétta viðurkenningu. Þessi aðgerð hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur skólans en samt eru 69 nemendur enn þá í skólanum en þeir voru yfir 100 áður en þessi óhæfa gekk yfir. Stefna skólans var að vera með 160 nemendur í heild. Herra ráðherra mennta og barnamála Guðmundur Ingi. Þetta er sagan og upplýsingar til þín um hvað þetta mál snýst um sem þú segir að komi þér ekki við. Ráðuneyti þitt hefur stöðvað yfirfærslu skólans til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og vill koma í veg fyrir að sú vinna og fjármunir sem hafa verið lagðir í yfirfærslu KVÍ á háskólastig geti gefið af sér góða stofnun. Hvað liggur að baki að bjóða háskólanemum í Tækniskólann sem er annars frábær skóli ? Á að galdra fram kvikmyndanám þar á nokkrum dögum. Hættið þið þessu og hlustið á nemendur, þeir vilja háskólanám. Ekki standa í vegi fyrir að skólinn færist yfir í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.. Það er ekki verið að biðja um að bjarga gjaldþrota félagi heldur mannauð og menntun. Í burðarliðnum eru fjöldasamtök hollvina Kvikmyndaskóla Íslands sem saman standa af starfsfólki, kennurum og nemendum, fyrr og síðar ásamt og öllum þeim sem vilja leggja málinu lið. Við erum að tala um miklu meira en gjaldþrota rekstarfélag eða bara einhvern einkaskóla í niðrandi merkingu. Virðingarfyllst Höfundur er fyrrum stjórnarmaður Kvikmyndaskóla Íslands menntastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda. Grasrótarstarf í áratugi með aðkomu rafiðnaðarmanna — vegferð á háskólastig Fyrstu námskeiðin undir nafni Kvikmyndaskóla Íslands voru haldin haustið 1992 í húsakynnum MÍR félagsins að Vatnsstíg 10. Nemendur voru 23 og kennarar og fyrirlesarar 17, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Á árabilinu 1992 til 2000 voru haldin margvísleg námskeið á vegum skólans sem flest höfðu það að markmiði að undirbúa ungmenni til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum. Árið 2000 var tekin ákvörðun um að efla rekstur Kvikmyndaskóla Íslands og að fella starfsemi hans að hinu almenna skólakerfi í landinu. Í samvinnu við fjölda sérfræðinga var hafist handa við hönnun nýrrar námskrár. Fyrsta námskrá skólans var síðan send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðla árs 2002. Haustið 2003 veitti Tómas Ingi Olrich, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, skólanum svo formlega viðurkenningu ráðuneytisins á tveggja ára námsbraut í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi. Með því var stigið fyrsta skrefið í því að Kvikmyndaskóli Íslands yrði viðurkenndur og formlegur skóli í íslensku menntakerfi. Áfram var unnið að þróun námskrár og haustið 2004 var kynnt að þrjár nýjar brautir væru í undirbúningi og árið 2005 var svo lögð inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytis námskrá að þremur nýjum brautum við skólann. Þar var mörkuð sú stefna að bjóða upp á nám á sérhæfðum sviðum eins og tíðkast við flesta af betri kvikmyndaskólanum erlendis. Tveimur árum síðar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, Kvikmyndaskólanum viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum eftir margvíslegt þróunarstarf. Árið 2009 framlengdi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðurkenningu á fjórum brautum skólans. Kvikmyndaskólinn hefur allt frá upphafi starfað í nánum tengslum við hagsmunasamtök kvikmyndagerðarmanna og við starfandi framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar. Unnin hafa verið margvísleg verkefni í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. . Árið 2000 keyptu samtök rafiðnaðarmanna 50% hlut í skólanum og markmiðið var að fella það að þeirra skólakerfi sem var mjög öflugt á þeim tíma. Vegna áfalla sem rafiðnaðarmenn urðu fyrir í sínum rekstri, sem varð til þess að þeir lokuðu eða lögðu niður alla sína skóla nema einn, þá var rekstur Kvikmyndaskólans endurskipulagður. Skólinn hefur útskrifað á sjötta hundrað nemenda af ýmsum námskeiðum skólans. Útskrifaðir nemendur starfa nú víðs vegar í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði og hafa haft þar margvísleg áhrif. Mikill hreyfanleiki hefur einkennt starfsmenn skólans enda er það í eðli rekstrarins. Stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur eru starfandi kvikmyndagerðarmenn sem taka tímabundið að sér störf við skólann á milli verkefna. Á meðal þeirra sem gegnt hafa skólameistarastöðu í skólanum eru: Guðmundur Bjartmarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ásdís Thoroddsen, Hilmar Oddsson, Sigrún Sigurðardóttir ,Friðrik Þór Friðriksson, Börkur Gunnarsson og núverandi skólameistari Hlín Jóhannesdóttir. Árið 2008 var ákveðið að taka þá stefnu að færa skólastarf Kvikmyndaskóla Íslands á háskólastig og var kennsluskrá skólans löguð að því skólastigi. Jafnframt var hafinn undirbúningur að stofnun alþjóðlegrar deildar við skólann. Árið 2012 var skólinn tekinn inn sem fullgildur meðlimur inn í Cilect, alþjóðasamtök kvikmyndaháskóla. Frá árinu 2021 hefur öll kennsla í Kvikmyndaskóla Íslands farið fram á háskólastig en þó hefur viðurkenning verið á 4 stigi framhaldsskóla. Það ná á að vera hægt að meta til háskólaeininga en hefur reynst í framkvæmd erfitt og flókið. Samhliða lagði KVÍ inn umsókn um yfirfærslu á háskólastig á fræðasviði lista. Skipuð var alþjóðleg úttektarnefnd á vegum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og lauk hún störfum og skilaði af sér vandaðri skýrslu sem kom ágætlega út varðandi námið og leiðbeiningar hvað mætti betur fara. Þegar þessi vinna í sambandi við yfirfærslu á háskólastig lenti skólinn skyndilega á milli ráðuneyta. Lög segja að ef sambærilegt nám sem er á framhaldsskólastigi er að finna á háskólastigi þá falli réttur nemanda til námslána niður. Þegar Listaháskólinn hóf kennslu í kvikmyndagerð þá féll réttur nemenda til námslána niður. Þetta er viðurkenning bæði Menntamálastofnunar, og ráðuneyta á að nám KVÍ er á háskólastigi en ekki með rétta viðurkenningu. Þessi aðgerð hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur skólans en samt eru 69 nemendur enn þá í skólanum en þeir voru yfir 100 áður en þessi óhæfa gekk yfir. Stefna skólans var að vera með 160 nemendur í heild. Herra ráðherra mennta og barnamála Guðmundur Ingi. Þetta er sagan og upplýsingar til þín um hvað þetta mál snýst um sem þú segir að komi þér ekki við. Ráðuneyti þitt hefur stöðvað yfirfærslu skólans til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og vill koma í veg fyrir að sú vinna og fjármunir sem hafa verið lagðir í yfirfærslu KVÍ á háskólastig geti gefið af sér góða stofnun. Hvað liggur að baki að bjóða háskólanemum í Tækniskólann sem er annars frábær skóli ? Á að galdra fram kvikmyndanám þar á nokkrum dögum. Hættið þið þessu og hlustið á nemendur, þeir vilja háskólanám. Ekki standa í vegi fyrir að skólinn færist yfir í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.. Það er ekki verið að biðja um að bjarga gjaldþrota félagi heldur mannauð og menntun. Í burðarliðnum eru fjöldasamtök hollvina Kvikmyndaskóla Íslands sem saman standa af starfsfólki, kennurum og nemendum, fyrr og síðar ásamt og öllum þeim sem vilja leggja málinu lið. Við erum að tala um miklu meira en gjaldþrota rekstarfélag eða bara einhvern einkaskóla í niðrandi merkingu. Virðingarfyllst Höfundur er fyrrum stjórnarmaður Kvikmyndaskóla Íslands menntastofnunar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar