Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 12:13 Hanna Katrín segist sannfærð um réttmæti hækkananna. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira