Handbolti

Haukur bikar­meistari í Rúmeníu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Haukur Þrastarson gekk til liðs við Dinamo síðasta sumar. 
Haukur Þrastarson gekk til liðs við Dinamo síðasta sumar.  Andrzej Iwanczuk/Getty Images

Haukar Þrastarsson varð bikarmeistari með rúmenska handboltaliðinu Dinamo Búkarest eftir afar öruggan 39-27 sigur gegn Potaissa Turda í úrslitaleik.

Haukur skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Dinamo, sem byrjaði leikinn aðeins á afturfótunum en var fljótt að koma sér upp góðri forystu og leiddi með fimm mörkum í hálfleik. Dinamo steig svo enn fastar á bensíngjöfina eftir hlé og leiddi með tólf mörkum um miðjan seinni hálfleik, forysta sem liðið hélt alveg til enda.

Haukar spilaði á miðjunni hjá Dinamo og skoraði fimm mörk úr sjö skotum, auk þess að gefa tvær stoðsendingar. Dinamo hefur nú orðið bikarmeistari tvö ár í röð en alls átta sinnum.

Veszprém í úrslit

Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar og Arons Pálmarssonar, komst áfram í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handbolta eftir þægilegan 40-26 sigur gegn Tatabánya í undanúrslitum. Veszprém hefur einokað bikarinn undanfarin ár og orðið meistari fjórum sinnum í röð. Í úrslitaleiknum mætir liðið annað hvort Gyöngyös eða Pick Szeged, sem Janus Daði Smárason leikur með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×