Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 14:07 Mikil ánægja er með nýja samninginn við landeigendurnar á Hallanda í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira