„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:00 Ólafur Ólafsson var maður leiksins hjá Körfuboltakvöldi í gær og hlaut gjafabréf hjá Just Wingin' It. Stöð 2 Sport Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22