Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 10:51 Susannah Meyers, þáverandi yfirmaður herstöðvarinnar á Grænlandi, (t.v.) ræðir við Vance varaforseta (annar frá hægri) í heimsókninni í síðasta mánuði. Vísir/Getty Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu. Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu.
Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira