Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2025 07:47 Íslensk áhöfn Cargolux-flugvélar á flugvellinum í Singapore árið 1976. Frá vinstri: Friðrik Guðjónsson, Ómar Steindórsson, Jóhannes Kristinsson og Eyjólfur Hauksson. Cargolux Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fræðumst við um sögu landnáms íslenska flugfólksins í Lúxemborg. Eiginmennirnir flugu um allan heim og voru oft langdvölum að heiman. Hlutskipti eiginkvennanna varð að halda utan um heimilið og börnin í ókunnu landi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Ég var eins og sjómannskona. Hann var alltaf í burtu,“ segir Salvör Þormóðsdóttir. „Við vorum mikið í burtu fyrstu árin,“ segir eiginmaðurinn Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. „Þeir komu heim kannski eftir þriggja vikna túr í einn sólarhring. Og svo fóru þeir aftur. Maður náði ekki að þvo fötin. Þannig að vorum dálítið mikið svona einar, konurnar á sínum tíma,“ segir Salvör. Íslendingar í hópi fyrrverandi starfsmanna Cargolux hittast reglulega á kaffihúsi í Lúxemborg. Frá vinstri: Ólafur Gunnlaugsson flugstjóri, Björn Finnbjörnsson flugstjóri, Gylfi Tryggvason flugvirki, fyrrverandi deildarstjóri viðhaldsdeildar Cargolux, Tómas Eyjólfsson flugstjóri, Hermann Friðriksson flugstjóri, Sigurður Lárusson, fyrrverandi deildarstjóri tækjadeildar Cargolux, Guðlaugur Guðfinnsson flugvirki, Arnar Bjarnason flugvélstjóri, Jóhannes Kristinsson flugstjóri. Lengst til hægri sést aðeins í Agnar Sigurvinsson.Egill Aðalsteinsson Venjulegir íslenskir alþýðustrákar, sem alist höfðu upp á afskekktri eyju í Norður-Atlantshafi, voru farnir að fljúga um allan heim. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi flugstjóri. Agnar Sigurvinsson, fyrrverandi flugvélstjóri og flugvirki, sýnir hvar fyrstu húsakynni Cargolux voru á Findel-flugvelli.Egill Aðalsteinsson Flestir litu á starfið í Lúxemborg sem skammtímaverkefni, til tveggja eða í mesta lagi til fimm ára. Canadair CL 44-flugvélar Cargolux á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Þær komu frá Loftleiðum, sem voru eina flugfélagið sem nýtti þær til farþegaflutninga og nefndu Rolls Royce 400.Cargolux Meira en hálfri öld síðar lýsa Íslendingarnir því hversvegna þeir ílentust í Lúxemborg en sneru ekki aftur heim til Íslands. Hér má sjá ellefu mínútna kafla: Þetta er fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Seinni þátturinn um Lúxemborgarnýlenduna verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Flugþjóðin Lúxemborg Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fræðumst við um sögu landnáms íslenska flugfólksins í Lúxemborg. Eiginmennirnir flugu um allan heim og voru oft langdvölum að heiman. Hlutskipti eiginkvennanna varð að halda utan um heimilið og börnin í ókunnu landi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Ég var eins og sjómannskona. Hann var alltaf í burtu,“ segir Salvör Þormóðsdóttir. „Við vorum mikið í burtu fyrstu árin,“ segir eiginmaðurinn Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. „Þeir komu heim kannski eftir þriggja vikna túr í einn sólarhring. Og svo fóru þeir aftur. Maður náði ekki að þvo fötin. Þannig að vorum dálítið mikið svona einar, konurnar á sínum tíma,“ segir Salvör. Íslendingar í hópi fyrrverandi starfsmanna Cargolux hittast reglulega á kaffihúsi í Lúxemborg. Frá vinstri: Ólafur Gunnlaugsson flugstjóri, Björn Finnbjörnsson flugstjóri, Gylfi Tryggvason flugvirki, fyrrverandi deildarstjóri viðhaldsdeildar Cargolux, Tómas Eyjólfsson flugstjóri, Hermann Friðriksson flugstjóri, Sigurður Lárusson, fyrrverandi deildarstjóri tækjadeildar Cargolux, Guðlaugur Guðfinnsson flugvirki, Arnar Bjarnason flugvélstjóri, Jóhannes Kristinsson flugstjóri. Lengst til hægri sést aðeins í Agnar Sigurvinsson.Egill Aðalsteinsson Venjulegir íslenskir alþýðustrákar, sem alist höfðu upp á afskekktri eyju í Norður-Atlantshafi, voru farnir að fljúga um allan heim. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi flugstjóri. Agnar Sigurvinsson, fyrrverandi flugvélstjóri og flugvirki, sýnir hvar fyrstu húsakynni Cargolux voru á Findel-flugvelli.Egill Aðalsteinsson Flestir litu á starfið í Lúxemborg sem skammtímaverkefni, til tveggja eða í mesta lagi til fimm ára. Canadair CL 44-flugvélar Cargolux á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Þær komu frá Loftleiðum, sem voru eina flugfélagið sem nýtti þær til farþegaflutninga og nefndu Rolls Royce 400.Cargolux Meira en hálfri öld síðar lýsa Íslendingarnir því hversvegna þeir ílentust í Lúxemborg en sneru ekki aftur heim til Íslands. Hér má sjá ellefu mínútna kafla: Þetta er fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Seinni þátturinn um Lúxemborgarnýlenduna verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna:
Flugþjóðin Lúxemborg Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44