Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 14:09 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira