Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 13:15 Bullseye hefur notið nokkurra vinsælda og hýst alþjóðleg pílumót. Vísir/Hulda Margrét „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim. Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim.
Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira