Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 10. apríl 2025 13:14 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun til minnisblaða sem stjórnarflokkarnir kölluðu eftir frá þáverandi matvælaráðuneyti í stjórnarmyndunarviðræðum. Tekið hafi verið tillit til minnisblaðanna Morgunblaðið greindi frá því í gær að þar komi meðal annars fram mat embættismanna um að betri greiningar þyrfti til að móta mætti nýja stefnu af ábyrgð. „Ítrekað var bent á að forsendur væru ótryggar, að gögn vantaði og að tillögur þyrftu að fá efnislega umræðu áður en ákvörðun yrði tekin. Það þarf mikinn ásetning til að hunsa slíka ráðgjöf og þrátt fyrir þessi varnaðarorð var frumvarpið í samráðsgátt í aðeins sjö virka daga,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku málið upp og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, svaraði því til að brugðist hafi verið við vissum áhyggjum. Til að mynda séu ekki allar fisktegundir undir í nýrri aðferðafræði við útreikning á veiðigjaldi - sem hækkar umtalsvert eftir breytingar. Samkvæmt frumvarpinu mun aflaverðmæti þorsks og ýsu miðast við innlenda fiskmarkaði en verðmæti kolmunna og makríls við meðalverð í Noregi. „Við fengum ráðgjöf frá Noregi sem staðfesti að norska verðið væri markaðsverð. Það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna,“ sagði Hanna Katrín. Hafnar ásökunum um óábyrga stjórnsýslu Guðrún spurði Hönnu Katrínu einnig hvers vegna samráðsferli hefði verið lokað áður en hagsmunaaðilar gáti gefið umsagnir um máli. „Þessi málsmeðferð ber ekki aðeins merki um óvandaða stjórnsýslu. Hún sýnir ábyrgðarleysi gagnvart einni af grunnstoðum íslensks atvinnulífs,“ sagði hún. „Ég verð að segja að mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins fara hér ansi bratt, að tala um óábyrga stjórnsýslu. Staðreyndin er sú, eins og við þekkjum, að minnisblöð, ekki síst við stjórnarmyndunarviðræður eru unnin í miklum flýti, enda eru þau minnisblöð sem hér er vísað í sett fram með þeim fyrirvara að það sé þörf á að framkvæma ítarlegri greiningar til að leggja mat á áhrif. Sú vinna hófst í ráðuneytinu eftir að ég kom þangað inn og samráðið hófst mjög fljótlega.“ Upplýsingar hafi legið fyrir, hún sé með mjög skýra tímalínu í málinu og sannarlega hafi verið brugðist við ákveðnum áhyggjum og vísbendingum sem komu fram í minnisblaðinu. „Þannig að það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna og í kjölfarið var farið í samráð með hagsmunaaðilum. Það var tala um það frá upphafi þessarar ríkisstjórnarsamstarfs að við ætluðum að leiðrétta grunninn, það var rætt við upphaf þingmálaskrár, það var rætt við framlagningu fjármálaáætlunar. Það var rætt á fundum, formlegum sem óformlegum, við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,“ svaraði atvinnuvegaráðherra. „Ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi“ Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að leggja einnig mat á mögulegar breytingar á rekstarforsendum sjávarútvegsfyrirtækja. „Og þannig aðra tekjuöflun ríkissjóðs. Það er ekki nóg að leggja mat á tekjuöflun í tómarúmi. Við lifum nefnilega í raunheimum,“ sagði Jens Garðar og spurði hvort enn stæði til að leggja málið fram óbreytt. „Keyra það í gegn á lokadögum þings, þrátt fyrir alla þá ágalla sem bent hefur verið á.“ Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín segir nú unnið úr umsögnum og benti á þingleg meðferð sé fram undan. Svarið við því hvort klára eigi málið sé hins vegar já. „Og síðan er það hitt, spurt er af hverju er ríkisstjórnin sé ekki í raunheimum. Ég ætla bara að segja það að ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi. Má bjóða minnihlutanum að koma með okkur?“ sagði Hanna Katrín við miklar undirtektir stjórnarliða í þingsal. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun til minnisblaða sem stjórnarflokkarnir kölluðu eftir frá þáverandi matvælaráðuneyti í stjórnarmyndunarviðræðum. Tekið hafi verið tillit til minnisblaðanna Morgunblaðið greindi frá því í gær að þar komi meðal annars fram mat embættismanna um að betri greiningar þyrfti til að móta mætti nýja stefnu af ábyrgð. „Ítrekað var bent á að forsendur væru ótryggar, að gögn vantaði og að tillögur þyrftu að fá efnislega umræðu áður en ákvörðun yrði tekin. Það þarf mikinn ásetning til að hunsa slíka ráðgjöf og þrátt fyrir þessi varnaðarorð var frumvarpið í samráðsgátt í aðeins sjö virka daga,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku málið upp og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, svaraði því til að brugðist hafi verið við vissum áhyggjum. Til að mynda séu ekki allar fisktegundir undir í nýrri aðferðafræði við útreikning á veiðigjaldi - sem hækkar umtalsvert eftir breytingar. Samkvæmt frumvarpinu mun aflaverðmæti þorsks og ýsu miðast við innlenda fiskmarkaði en verðmæti kolmunna og makríls við meðalverð í Noregi. „Við fengum ráðgjöf frá Noregi sem staðfesti að norska verðið væri markaðsverð. Það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna,“ sagði Hanna Katrín. Hafnar ásökunum um óábyrga stjórnsýslu Guðrún spurði Hönnu Katrínu einnig hvers vegna samráðsferli hefði verið lokað áður en hagsmunaaðilar gáti gefið umsagnir um máli. „Þessi málsmeðferð ber ekki aðeins merki um óvandaða stjórnsýslu. Hún sýnir ábyrgðarleysi gagnvart einni af grunnstoðum íslensks atvinnulífs,“ sagði hún. „Ég verð að segja að mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins fara hér ansi bratt, að tala um óábyrga stjórnsýslu. Staðreyndin er sú, eins og við þekkjum, að minnisblöð, ekki síst við stjórnarmyndunarviðræður eru unnin í miklum flýti, enda eru þau minnisblöð sem hér er vísað í sett fram með þeim fyrirvara að það sé þörf á að framkvæma ítarlegri greiningar til að leggja mat á áhrif. Sú vinna hófst í ráðuneytinu eftir að ég kom þangað inn og samráðið hófst mjög fljótlega.“ Upplýsingar hafi legið fyrir, hún sé með mjög skýra tímalínu í málinu og sannarlega hafi verið brugðist við ákveðnum áhyggjum og vísbendingum sem komu fram í minnisblaðinu. „Þannig að það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna og í kjölfarið var farið í samráð með hagsmunaaðilum. Það var tala um það frá upphafi þessarar ríkisstjórnarsamstarfs að við ætluðum að leiðrétta grunninn, það var rætt við upphaf þingmálaskrár, það var rætt við framlagningu fjármálaáætlunar. Það var rætt á fundum, formlegum sem óformlegum, við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,“ svaraði atvinnuvegaráðherra. „Ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi“ Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að leggja einnig mat á mögulegar breytingar á rekstarforsendum sjávarútvegsfyrirtækja. „Og þannig aðra tekjuöflun ríkissjóðs. Það er ekki nóg að leggja mat á tekjuöflun í tómarúmi. Við lifum nefnilega í raunheimum,“ sagði Jens Garðar og spurði hvort enn stæði til að leggja málið fram óbreytt. „Keyra það í gegn á lokadögum þings, þrátt fyrir alla þá ágalla sem bent hefur verið á.“ Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín segir nú unnið úr umsögnum og benti á þingleg meðferð sé fram undan. Svarið við því hvort klára eigi málið sé hins vegar já. „Og síðan er það hitt, spurt er af hverju er ríkisstjórnin sé ekki í raunheimum. Ég ætla bara að segja það að ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi. Má bjóða minnihlutanum að koma með okkur?“ sagði Hanna Katrín við miklar undirtektir stjórnarliða í þingsal.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira