Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar 9. apríl 2025 23:32 Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Hestar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar