Viðskipti innlent

Enn ein eld­rauð opnun

Árni Sæberg skrifar
Kauphöllin er eldrauð þessa dagana.
Kauphöllin er eldrauð þessa dagana. Vísir/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil.

Hlutabréfamarkaðir hafa verið í talsverðri dýfu síðan tilkynnt var um tollahækkanir í Bandaríkjunum fyrir viku. Síðan þá hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 14,6 prósent. 

Frá hápunkti þann 11. febrúar hefur vísitalan lækkað um 23 prósent og því má segja að svokallaður bjarnarmarkaður ríki. Talað eru um bjarnarmarkaði þegar markaður hefur lækkað um meira en tuttugu prósent frá nýlegu hágildi.

Þegar markaðir opnuðu í morgun hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað um tæp átta prósent en þegar þessi frétt er skrifuð er gengið 8,85 prósentum lægra en í gær. Gengið hefur nú lækkað um tæplega 42 prósent á árinu.

Gengi annars félags sem einnig er skráð á markað í Bandaríkjunum, Oculis, hefur lækkað næstmest, um tæplega fimm prósent. Gengi Amaroq hefur lækkað um 4,4 prósent. Það er einnig skráð í Kanada og á Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×