Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2025 18:32 Leikmenn Inter fagna. EPA-EFE/RONALD WITTEK Inter lagði Bayern München 2-1 á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir leiddu í hálfleik þökk sé marki argentíska framherjans Lautaro Martínez á 38. mínútu. Staðan var 0-1 allt fram á 85. mínútu þegar varamaðurinn Thomas Müller jafnaði metin eftir undirbúning Konrad Laimer. Ellismellurinn Müller yfirgefur Bayern að tímabilinu loknu en það breytir því ekki að Vincent Kompany, þjálfari Bayern, leitar í reynsluna þegar mest á reynir. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem Davide Frattesi tryggði Inter gríðarlega sterkan útisigur með marki á 88. mínútu. Gestirnir frá Mílanó því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Inter lagði Bayern München 2-1 á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir leiddu í hálfleik þökk sé marki argentíska framherjans Lautaro Martínez á 38. mínútu. Staðan var 0-1 allt fram á 85. mínútu þegar varamaðurinn Thomas Müller jafnaði metin eftir undirbúning Konrad Laimer. Ellismellurinn Müller yfirgefur Bayern að tímabilinu loknu en það breytir því ekki að Vincent Kompany, þjálfari Bayern, leitar í reynsluna þegar mest á reynir. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem Davide Frattesi tryggði Inter gríðarlega sterkan útisigur með marki á 88. mínútu. Gestirnir frá Mílanó því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna.