Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. apríl 2025 11:36 Þorbjörg Sigríður segir myndavélarnar mikilvægar og hún bindi vonir við að málið verði leyst. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“ Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“
Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira