Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar 8. apríl 2025 11:31 Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun