Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar 8. apríl 2025 11:31 Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun