Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 11:14 Páskaeggin frá Freyju eru þau dýrustu þetta árið. Vísir/Einar Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. Í lágvöruverðsverslunum hækkar meðalverð á páskaeggjum um 12 til 17 prósent milli ára. Minnst hækkar verð í Krambúðinni og 10-11, en mest hækkar það í Extra og Kjörbúðinni, um 25 til 27 prósent milli ára. Í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ segir að verðlagskönnun á páskaeggjum hafi verið framkvæmd síðasta laugardag. Daginn eftir hafi Nettó lækkað verð á páskaeggjum um 3,6 prósent og þau séu nú iðulega á sama verði og í Krónunni. Ódýrust í Prís, dýrust í Iceland Prís hafi boðið lægsta verðið á öllum 12 páskaeggjum sem þar voru til sölu, en það hafi verið fjögur frá Freyju, þrjú frá Góu og sex frá Nóa Síríus. Iceland hafi að jafnaði verið með hæsta verð á páskaeggjum, en þau hafi að meðaltali kostað helmingi meira í Iceland en þar sem þau voru ódýrust. Bónus og Krónan hafi verið skammt undan, að meðaltali hársbreidd frá lægsta verði, og verið með mest úrval, eða 45 til 48 íslensk páskaegg. Í Fjarðarkaupum hafi fundist 39, að meðaltali rúmum 3 prósentum frá lægsta verði. Stærðarhagkvæmni í páskaeggjakaupum Þá segir að páskaeggin séu misstór en þegar kílóverð séu borin saman sjáist að að Freyjupáskaeggin séu dýrust, Nóaeggin næstdýrust og Góuegg ódýrust. Bestu kaupin, sé planið að torga kílógrammi af sætindum, sé risaeggið frá Bónus eða Góu páskaegg númer 11. Í viðráðanlegri stærðum séu sérframleiddu verslanaeggin hagkvæmust. Bónusegg, Krónuegg og Okkar egg í Nettó kosti reyndar 17 til 20 prósentum meira á kílóið, en séu mun smærri. Mjólkurlaust Nóa egg númer 4 kosti um 7 prósentum meira en svipað stórt Nóaegg með mjólkursúkkulaði og Freyju suðusúkkulaðiegg kosti 17 prósentum meira, í kílóverði talið, en Freyju fjöregg, sem sé af svipaðri stærð. Útlagar skýra hækkun í Kjörbúðinni að hluta Loks segir að mikil hækkun á páskaeggjaverði í Kjörbúðinni skýrist af fimm páskaeggjum sem hafi hækkað um meira en helming frá því í fyrra. Góu páskaegg og hraunegg númer 1 hafi tvöfaldast í verði, úr rúmum 150 krónum í 295 krónur. Freyju fjöregg númer 6 hafi hækkað úr 2.399 krónum í 4.199 krónur. Það hafi í fyrra verið svipað dýrt og í Bónus en sé nú 52 prósentum dýrara. Nóa ljóst páskaegg númer 1 hafi hækkað úr 241 krónu upp yfir 370 krónur. Án þessara fimm páskaeggja hafi meðalhækkun á verði páskaeggja í Kjörbúðinni verið 21 prósent. Páskar Sælgæti Verslun Verðlag Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í lágvöruverðsverslunum hækkar meðalverð á páskaeggjum um 12 til 17 prósent milli ára. Minnst hækkar verð í Krambúðinni og 10-11, en mest hækkar það í Extra og Kjörbúðinni, um 25 til 27 prósent milli ára. Í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ segir að verðlagskönnun á páskaeggjum hafi verið framkvæmd síðasta laugardag. Daginn eftir hafi Nettó lækkað verð á páskaeggjum um 3,6 prósent og þau séu nú iðulega á sama verði og í Krónunni. Ódýrust í Prís, dýrust í Iceland Prís hafi boðið lægsta verðið á öllum 12 páskaeggjum sem þar voru til sölu, en það hafi verið fjögur frá Freyju, þrjú frá Góu og sex frá Nóa Síríus. Iceland hafi að jafnaði verið með hæsta verð á páskaeggjum, en þau hafi að meðaltali kostað helmingi meira í Iceland en þar sem þau voru ódýrust. Bónus og Krónan hafi verið skammt undan, að meðaltali hársbreidd frá lægsta verði, og verið með mest úrval, eða 45 til 48 íslensk páskaegg. Í Fjarðarkaupum hafi fundist 39, að meðaltali rúmum 3 prósentum frá lægsta verði. Stærðarhagkvæmni í páskaeggjakaupum Þá segir að páskaeggin séu misstór en þegar kílóverð séu borin saman sjáist að að Freyjupáskaeggin séu dýrust, Nóaeggin næstdýrust og Góuegg ódýrust. Bestu kaupin, sé planið að torga kílógrammi af sætindum, sé risaeggið frá Bónus eða Góu páskaegg númer 11. Í viðráðanlegri stærðum séu sérframleiddu verslanaeggin hagkvæmust. Bónusegg, Krónuegg og Okkar egg í Nettó kosti reyndar 17 til 20 prósentum meira á kílóið, en séu mun smærri. Mjólkurlaust Nóa egg númer 4 kosti um 7 prósentum meira en svipað stórt Nóaegg með mjólkursúkkulaði og Freyju suðusúkkulaðiegg kosti 17 prósentum meira, í kílóverði talið, en Freyju fjöregg, sem sé af svipaðri stærð. Útlagar skýra hækkun í Kjörbúðinni að hluta Loks segir að mikil hækkun á páskaeggjaverði í Kjörbúðinni skýrist af fimm páskaeggjum sem hafi hækkað um meira en helming frá því í fyrra. Góu páskaegg og hraunegg númer 1 hafi tvöfaldast í verði, úr rúmum 150 krónum í 295 krónur. Freyju fjöregg númer 6 hafi hækkað úr 2.399 krónum í 4.199 krónur. Það hafi í fyrra verið svipað dýrt og í Bónus en sé nú 52 prósentum dýrara. Nóa ljóst páskaegg númer 1 hafi hækkað úr 241 krónu upp yfir 370 krónur. Án þessara fimm páskaeggja hafi meðalhækkun á verði páskaeggja í Kjörbúðinni verið 21 prósent.
Páskar Sælgæti Verslun Verðlag Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira