Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 07:52 Um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Vísir/Anton Brink Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO. Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO.
Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira