Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 08:33 „Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
„Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar