Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar var tilkynnt um veikindaleyfi Magnúsar á miðvikudaginn. Þar kom fram að hann yrði ótímabundið fjarverandi frá og með 31. mars.
Borgarfulltrúar halda launum í allt að eitt ár ef þeir forfallast vegna slyss eða veikinda samkvæmt samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Magnús var einn þriggja frambjóðenda Pírata sem náði kjöri til borgarstjórnar í borgarstjórnarkosningunum vorið 2022. Hann hefur meðal annars setið í velferðarráði, stjórn Félagsbústaða, forsætisrnefnd og mannréttindaráði borgarinnar.