Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 12:12 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira