Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2025 10:02 Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun