Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 6. apríl 2025 22:01 Upptaka reglna ESB Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur.Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES. Neitunarvald EFTA er óvirkt; að hafna reglum frá ESB felur í sér hótanir um uppnám samningsins. Um 80% regla EES koma aldrei fyrir Alþingi, einungis 20% koma fyrir Alþingi. Það er því verulegur ákvarðanahalli í upptöku reglna. Eftirlitsnefndin, ESA, er orðin tól og svipa framkvæmdarstjórnar ESB á EFTA löndin. Hægt og bítandi hefur eðli samningsins breyst með einhliða yfirlýsingu ESB að tiltekin svið falli undir EES samninginn sem færa vald til evrópskra stofnanna andstætt bókun 35. Bókun 35 Hljóðar svo:„Með eð samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins;og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök greinVegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“ Framganga ESA Í nærri 20 ár, fram til 2013, var bókun 35 ekki ágreiningsefni þó tilefni hafi verið til þess af Íslands hálfu vegna valds til stofnanna ESB. En íslensk stjórnvöld og ESA hafa staðið í bréfaskriftum um túlkun á bókun 35 frá 2013. Upphaf málsins voru þrír Hæstaréttardómar á Íslandi sem ESA taldi ganga gegn innleiddum reglum. Ísland benti á að hafa innleitt efni bókunar 35 í 3 gr. EES-laga sinna: „Túlka skal samþykktir og reglugerðir, að svo miklu leyti sem við á, í samræmi við EES-samninginn og reglurnar sem þar eru settar“. ESA var ósátt við svör Íslands og hóf formlegt brotamál gegn Íslandi í desember 2017 vegna þessa. Í júní 2018 skipaði ríkisstjórnin vinnuhóp til að skoða lagaþætti málsins. Í bréfi til ESA í apríl 2020 svara stjórnvöld að málið sé til umræðu og vísar til áhyggja vegna stjórnarskrárárekstra. Stjórnvöld telji hægt sé að færa rök fyrir víðara sjónarhorni um bókun 35, en einungis því að breyta íslenskum EES-lögum. Þetta var undirstrikað í bréfi 3. júlí 2020 þar sem fjallað er um framsal valds og tengsl við stjórnarskrána.Íslensk stjórnvöld svöruðu ESA í september 2020 og „vísuðu til úrskurðar Evrópudómstólsins (C-493/17 Weiss), sem fjalli um mál er varði forgangsröðun stjórnarskrárinnar gagnvart ESB / EES löggjöf.“Íslensk stjórnvöld töldu óþarft að setja ákvæði í lög sem gætu gengið gegn stjórnarskránni. ESA sendi svarbréf 30. September 2020 og gaf Íslandi þriggja mánaða svarfrest ella fari málið fyrir EFTA dómstólinn. –Ný kynslóð embættismanna virðast túlka bókun 35 með allt öðrum hætti en við gerð samningsins, fyrri hluta bókunar 35 er grundvallarregla samningsins, þar kemur skýrt fram að aðildarríki EFTA framselji ekki löggjafarvald sitt til ESB, síðari hluti bókunarinnar er um að ef reglur EES og annarra settra laga rekist á,- þá er átt við lög sem giltu fyrir innleiðingu regla í EES-samningnum, -þá aðlagi ríkin þau lög ef við á.En 3 gr. samningsins tekur hins vegar á forgangi EES reglna um efni samningsins. Kúvending íslenskra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hurfu skyndilega 2022 frá fyrra sjónarmiði, um að málið varðaði efni stjórnarskrárinnar. Engar skýringar hafa verið gefnar hvers vegna, né af hverju málið var ekki leyst í sameiginlegu EES nefndinni sem er þó sá vettvangur á ráðherrastigi til að leysa deilur um efni samningsins.Þessi umræða um brot á bókun 35 er orðin mjög öfugsnúin m.v. innihald hennar og framganga ESA og hótun um með EFTA dómstólinn er ótrúleg, nema að um sé að ræða ranga túlkun eða þrýsting frá ESB sem er þá óskiljanlegur. Lítilsvirðing við Hæstarétt og stjórnarskrábrot Í skýrslu ráðherra með frumvarpi um bókunar 35 segir um ástæður þessarar kúvendingar: "Góðar og gildar ástæður stóðu til þess að gripið var til varna í málinu gagnvart ESA. Vonir stóðu einkum til þess að dómaframkvæmd myndi e.t.v. breytast svo ekki þyrfti að grípa til lagabreytinga. Sú hefur ekki orðið raunin." Í þessum orðum fellst algerlega óþörf uppgjöf íslenskra stjórnvalda og í raun afbökun á efni bókunar 35.Nú leggur ný ríkisstjórn hliðhöll ESB málið aftur fyrir Alþingi.Samþykki Alþingi þetta frumvarp að óþörfu munu reglur ESB ganga framar íslenskum lögum og EFTA dómstólinn rétthærri en Hæstiréttur, alveg öfugt við upprunalega tilurð bókunar 35, það skerðir innlent dómsvald og væri því brot á stjórnarskrá landsins. Það telja virtir lögspekingar. Niðurlæging Alþings yrði vart meiri. Hvernig gerist það að „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1993 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB á Íslandi? Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Upptaka reglna ESB Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur.Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES. Neitunarvald EFTA er óvirkt; að hafna reglum frá ESB felur í sér hótanir um uppnám samningsins. Um 80% regla EES koma aldrei fyrir Alþingi, einungis 20% koma fyrir Alþingi. Það er því verulegur ákvarðanahalli í upptöku reglna. Eftirlitsnefndin, ESA, er orðin tól og svipa framkvæmdarstjórnar ESB á EFTA löndin. Hægt og bítandi hefur eðli samningsins breyst með einhliða yfirlýsingu ESB að tiltekin svið falli undir EES samninginn sem færa vald til evrópskra stofnanna andstætt bókun 35. Bókun 35 Hljóðar svo:„Með eð samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins;og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök greinVegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“ Framganga ESA Í nærri 20 ár, fram til 2013, var bókun 35 ekki ágreiningsefni þó tilefni hafi verið til þess af Íslands hálfu vegna valds til stofnanna ESB. En íslensk stjórnvöld og ESA hafa staðið í bréfaskriftum um túlkun á bókun 35 frá 2013. Upphaf málsins voru þrír Hæstaréttardómar á Íslandi sem ESA taldi ganga gegn innleiddum reglum. Ísland benti á að hafa innleitt efni bókunar 35 í 3 gr. EES-laga sinna: „Túlka skal samþykktir og reglugerðir, að svo miklu leyti sem við á, í samræmi við EES-samninginn og reglurnar sem þar eru settar“. ESA var ósátt við svör Íslands og hóf formlegt brotamál gegn Íslandi í desember 2017 vegna þessa. Í júní 2018 skipaði ríkisstjórnin vinnuhóp til að skoða lagaþætti málsins. Í bréfi til ESA í apríl 2020 svara stjórnvöld að málið sé til umræðu og vísar til áhyggja vegna stjórnarskrárárekstra. Stjórnvöld telji hægt sé að færa rök fyrir víðara sjónarhorni um bókun 35, en einungis því að breyta íslenskum EES-lögum. Þetta var undirstrikað í bréfi 3. júlí 2020 þar sem fjallað er um framsal valds og tengsl við stjórnarskrána.Íslensk stjórnvöld svöruðu ESA í september 2020 og „vísuðu til úrskurðar Evrópudómstólsins (C-493/17 Weiss), sem fjalli um mál er varði forgangsröðun stjórnarskrárinnar gagnvart ESB / EES löggjöf.“Íslensk stjórnvöld töldu óþarft að setja ákvæði í lög sem gætu gengið gegn stjórnarskránni. ESA sendi svarbréf 30. September 2020 og gaf Íslandi þriggja mánaða svarfrest ella fari málið fyrir EFTA dómstólinn. –Ný kynslóð embættismanna virðast túlka bókun 35 með allt öðrum hætti en við gerð samningsins, fyrri hluta bókunar 35 er grundvallarregla samningsins, þar kemur skýrt fram að aðildarríki EFTA framselji ekki löggjafarvald sitt til ESB, síðari hluti bókunarinnar er um að ef reglur EES og annarra settra laga rekist á,- þá er átt við lög sem giltu fyrir innleiðingu regla í EES-samningnum, -þá aðlagi ríkin þau lög ef við á.En 3 gr. samningsins tekur hins vegar á forgangi EES reglna um efni samningsins. Kúvending íslenskra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hurfu skyndilega 2022 frá fyrra sjónarmiði, um að málið varðaði efni stjórnarskrárinnar. Engar skýringar hafa verið gefnar hvers vegna, né af hverju málið var ekki leyst í sameiginlegu EES nefndinni sem er þó sá vettvangur á ráðherrastigi til að leysa deilur um efni samningsins.Þessi umræða um brot á bókun 35 er orðin mjög öfugsnúin m.v. innihald hennar og framganga ESA og hótun um með EFTA dómstólinn er ótrúleg, nema að um sé að ræða ranga túlkun eða þrýsting frá ESB sem er þá óskiljanlegur. Lítilsvirðing við Hæstarétt og stjórnarskrábrot Í skýrslu ráðherra með frumvarpi um bókunar 35 segir um ástæður þessarar kúvendingar: "Góðar og gildar ástæður stóðu til þess að gripið var til varna í málinu gagnvart ESA. Vonir stóðu einkum til þess að dómaframkvæmd myndi e.t.v. breytast svo ekki þyrfti að grípa til lagabreytinga. Sú hefur ekki orðið raunin." Í þessum orðum fellst algerlega óþörf uppgjöf íslenskra stjórnvalda og í raun afbökun á efni bókunar 35.Nú leggur ný ríkisstjórn hliðhöll ESB málið aftur fyrir Alþingi.Samþykki Alþingi þetta frumvarp að óþörfu munu reglur ESB ganga framar íslenskum lögum og EFTA dómstólinn rétthærri en Hæstiréttur, alveg öfugt við upprunalega tilurð bókunar 35, það skerðir innlent dómsvald og væri því brot á stjórnarskrá landsins. Það telja virtir lögspekingar. Niðurlæging Alþings yrði vart meiri. Hvernig gerist það að „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1993 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB á Íslandi? Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun