Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 16:09 Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir lið Leipzig sem mætti Magdeburg í þýska handboltanum í dag. Lærisveinum Heiðmars Felixsonar mistókst að koma sér á topp deildarinnar. Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira