Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:00 Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun