Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 16:41 F-Type-bíll fyrir utan Jaguar-umboð í Littleton í Kóloradó. Jaguar Land Rover hefur gert tímabundið hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna. AP Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila. Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila.
Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32